Dagmál Elva Hrönn Hjartardóttir segir brýnt að skipta um formann VR.
Dagmál Elva Hrönn Hjartardóttir segir brýnt að skipta um formann VR.
Elva Hrönn Hjartardóttir leggur starf sitt að veði í formannsslag í stéttarfélaginu VR, en henni var gert ljóst að henni væri ekki sætt sem starfsmanni VR ef hún tapaði í formannskosningu fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR

Dagmál

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Elva Hrönn Hjartardóttir leggur starf sitt að veði í formannsslag í stéttarfélaginu VR, en henni var gert ljóst að henni væri ekki sætt sem starfsmanni VR ef hún tapaði í formannskosningu fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Dagmálum, sem birt er í dag.

Formannskosning í VR hófst í gær, en hún fer fram á vefnum vr.is og stendur til næsta miðvikudags. Um 40 þúsund manns hafa kosningarétt í þessu stærsta stéttarfélagi landsins.

Að sögn Elvu Hrannar er rótin að framboði hennar óheillavænleg þróun innan VR og launþegahreyfingarinnar í heild. Þar telur hún að Ragnar Þór hafi leikið lykilhlutverk, framganga hans hafi orðið launafólki til tjóns.

„Mín helsta áhersla er að ná sáttum innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Elva Hrönn. „Hún hefur átt ofboðslega erfitt uppdráttar upp á síðkastið og mikil átakamenning hefur einkennt verkalýðshreyfinguna og VR,“ sem hafi hins vegar ekki verið launafólki til framdráttar. „Ef við erum endalaust í innbyrðis átökum, þá erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli, hagsmunum félagsmanna okkar.“

Höf.: Andrés Magnússon