Endósamtökin standa fyrir Endóviku 6.-10. mars til að vekja athygli á sjúkdómnum endómetríósu eða legslímuflakki sem einkennist af því að frumur sem klæða legholið að innan finnast fyrir utan legið og þá oftast í grindarholi og hafa sömu virkni þar eins og í legholinu. „Þessar frumur bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum og valda óþægindum og verkjum í kviðarholi. Talið er að um 5-10% kvenna séu með legslímuflakk,“ segir í fræðsluefni frá Landspítalanum. Í gær hófst á netinu uppboð á verkum 60 myndlistarmanna til styrktar heimildarmynd um sjúkdóminn. Verkin verða til sýnis í Höfuðstöðinni, Rafstöðvarvegi 1a. Frekari upplýsingar má finna á endo.is.