Einar Gústafsson, forstjóri bandarísku útgerðarinnar American Seafoods, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að mikil gæði og stöðugleiki í framboði séu lykilatriði í útgerð. Hann bendir á að með því að fullnýta aflann um borð í skipum…
Einar Gústafsson, forstjóri bandarísku útgerðarinnar American Seafoods, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að mikil gæði og stöðugleiki í framboði séu lykilatriði í útgerð.
Hann bendir á að með því að fullnýta aflann um borð í skipum útgerðarinnar sé framleiðsla félagsins með lægsta kolefnisspor af allri þeirri fæðu sem framleidd er á heimsvísu í dag. American Seafoods er stærsta útgerð Bandaríkjanna, en hún veiðir einkum ufsa og lýsing. » 32