Niðurlútur Parker stýrði sínum síðasta leik á þriðjudagskvöld.
Niðurlútur Parker stýrði sínum síðasta leik á þriðjudagskvöld. — AFP/Patrícia de Melo Moreira
Scott Parker hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra ríkjandi Belgíumeistara Club Brugge. Liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Benfica í fyrrakvöld, samanlagt 1:7

Scott Parker hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra ríkjandi Belgíumeistara Club Brugge. Liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Benfica í fyrrakvöld, samanlagt 1:7.

Parker tók við þjálfun Brugge í desember á síðasta ári en liðið hefur aðeins unnið tvo leiki undir hans stjórn og tapað tíu. Brugge er þá 21 stigi á eftir toppliði Genk í belgísku A-deildinni. Parker hefur áður stýrt Bournemouth og Fulham á Englandi.