Víkingur Logi verður áfram hjá uppeldisfélaginu næstu árin.
Víkingur Logi verður áfram hjá uppeldisfélaginu næstu árin. — Morgunblaðið/Eggert
Knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt, Víking úr Reykjavík. Fótbolti.net greindi frá því í gær að nýi samningurinn gildi út keppnistímabilið 2025

Knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt, Víking úr Reykjavík. Fótbolti.net greindi frá því í gær að nýi samningurinn gildi út keppnistímabilið 2025. Logi, sem er 22 ára gamall, á að baki 72 leiki í efstu deild með Víkingum og FH, þar sem hann lék að láni síðari hluta sumarsins 2020. Vinstri bakvörðurinn varð Íslandsmeistari með Víkingi árið 2021. Þá hefur Logi þrívegis orðið bikarmeistari með Víkingum; 2019, 2021 og 2022.