Kristjana Valgeirsdóttir
Kristjana Valgeirsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Sleggjudómar formanns VR um mig, félagsmann VR, voru aldrei byggðir á neinum haldbærum rökum. Sjónarmið hans var brot á öllum siðareglum í stéttarfélagi. Hann tók afstöðu með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í mannréttindabrotum hennar gagnvart…

„Sleggjudómar formanns VR um mig, félagsmann VR, voru aldrei byggðir á neinum haldbærum rökum. Sjónarmið hans var brot á öllum siðareglum í stéttarfélagi. Hann tók afstöðu með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í mannréttindabrotum hennar gagnvart starfsmönnum Eflingar.“

Þetta segir Kristjana Valgeirsdóttir, fv. fjármálastjóri Eflingar og félagsmaður í VR, í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Þar gagnrýnir hún Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, harðlega fyrir að hafa tekið afstöðu gegn henni og fleiri fv. starfsmönnum Eflingar, sem höfðuðu mál gegn Sólveigu Önnu, formanni Eflingar. Var Sólveig Anna dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. fyrir meingjörð og vonda framkomu gegn starfsfólki á skrifstofu Eflingar. » 17