Hrogn Framleiðendur hefðu kosið að viðhald færi ekki fram á loðnuvertíð.
Hrogn Framleiðendur hefðu kosið að viðhald færi ekki fram á loðnuvertíð. — Morgunblaðið/Albert Kemp
Skerðingar voru á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja frá sunnudegi til hádegis í gær vegna viðhalds í Búðarhálsstöð. Háannatími er í loðnuvinnslu en skerðingar á raforkuafhendingu leiða til þess að olía er brennd til vinnslunnar

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Skerðingar voru á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja frá sunnudegi til hádegis í gær vegna viðhalds í Búðarhálsstöð. Háannatími er í loðnuvinnslu en skerðingar á raforkuafhendingu leiða til þess að olía er brennd til vinnslunnar.

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda segir að framleiðendur hefðu kosið að viðhald framleiðsluvéla á rafmagni færi fram á öðrum tíma en á meðan loðnuvertíð stendur. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir viðhaldstímabilið standa yfir allt árið. Að lokinni vertíð hyggjast fiskimjölsframleiðendur setjast niður með Landsvirkjun með það að marki að finna betri lendingu en hefur verið.