Danski knattspyrnumaðurinn Morten Beck Guldsmed ætlar að draga FH fyrir dómstóla en hann telur félagið skulda sér 14 milljónir króna í laun eftir að hann lék með því 2019 til 2021. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr

Danski knattspyrnumaðurinn Morten Beck Guldsmed ætlar að draga FH fyrir dómstóla en hann telur félagið skulda sér 14 milljónir króna í laun eftir að hann lék með því 2019 til 2021. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football og sagt að lögmaður Danans krefðist þess að FH yrði dæmt í tveggja ára félagaskiptabann. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, staðfesti þetta við fótbolta.net en sagði félagið hafna kröfunum.