Óstöðvandi<strong> </strong>Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í fantaformi hjá ÍBV.
Óstöðvandi Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í fantaformi hjá ÍBV. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
ÍBV vann sinn fjórtánda leik í röð í úrvalsdeild kvenna í handbolta, Olís-deildinni, með sjö marka sigri á Haukum, 30:23, á Ásvöllum í gær. ÍBV var sterkara liðið fyrstu tíu mínúturnar sem og síðustu tíu en utan þess var mikið jafnræði á milli liðanna

ÍBV vann sinn fjórtánda leik í röð í úrvalsdeild kvenna í handbolta, Olís-deildinni, með sjö marka sigri á Haukum, 30:23, á Ásvöllum í gær.

ÍBV var sterkara liðið fyrstu tíu mínúturnar sem og síðustu tíu en utan þess var mikið jafnræði á milli liðanna. Þeir kaflar dugðu þó Eyjaliðinu sem vann á endanum nokkuð öruggan sigur.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti enn einn stórleikinn í liði ÍBV en hún skoraði níu mörk fyrir Eyjaliðið, liðsfélagi hennar Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sex.

Með sigrinum er ÍBV aftur eitt á toppnum, nú með 32 stig, tveimur stigum á undan Val. Eyjaliðið á tvo heimaleiki, gegn KA og Selfossi og einn útileik, gegn Fram, það sem eftir lifir tímabils og verður að teljast ansi líklegt að ÍBV vinni alla þrjá og tryggir sér deildameistaratitilinn. Með Hrafnhildi í þessu stuði er erfitt að sjá hvað dugar til að stöðva ÍBV í úrslitakeppninni,