Jakob Frí­mann Magnús­son hef­ur ým­is­legt á prjón­un­um en hann mætti í Ísland vakn­ar og fór um víðan völl í viðtali við þau Krist­ínu Sif og Þór Bær­ing. Þar ræddi hann meðal ann­ars um frumflutning á 40 ára gömlu hljóm­plöt­unni Jack Magnet, í Bæj­ar­bíói 25

Jakob Frí­mann Magnús­son hef­ur ým­is­legt á prjón­un­um en hann mætti í Ísland vakn­ar og fór um víðan völl í viðtali við þau Krist­ínu Sif og Þór Bær­ing. Þar ræddi hann meðal ann­ars um frumflutning á 40 ára gömlu hljóm­plöt­unni Jack Magnet, í Bæj­ar­bíói 25. mars. Einnig ræddi hann um vænt­an­legu heim­ild­ar­mynd­ina, sem verður sýnt brot úr sama kvöld, um hinn raun­veru­lega Jack Magnet, Njál Torfa­son, sem Jakob vinn­ur sjálf­ur að. „Ég verð þess áskynja fyr­ir nokkr­um miss­er­um að það er til al­vöru Jack Magnet á Íslandi sem heit­ir Njáll Torfa­son og get­ur framið yf­ir­nátt­úru­leg krafta­verk. Þetta er merki­leg­asti maður sem ég hef hitt á æv­inni.“