Sveinn Jónsson, kallaður framtíðarskáld, fæddist 11. mars 1892 á Blöndubakka í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var sonur hjónanna Jóns Stefánssonar bónda og Helgu Bjarnadóttur. Þekktastur er Sveinn fyrir skáldaár sín í MR frá 1911 en mörg kvæða hans birtust í Óðni og ljóðabók Framtíðarinnar

Sveinn Jónsson, kallaður framtíðarskáld, fæddist 11. mars 1892 á Blöndubakka í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var sonur hjónanna Jóns Stefánssonar bónda og Helgu Bjarnadóttur. Þekktastur er Sveinn fyrir skáldaár sín í MR frá 1911 en mörg kvæða hans birtust í Óðni og ljóðabók Framtíðarinnar. Hann var nýrómantíker og Þórbergur Þórðarson skrifaði kafla um hann í Íslenskum aðli, þar sem hann lýsir á kómískan hátt ofurheitri ást Sveins á stúlku, en Stefán skáld frá Hvítadal leit hana einnig hýru auga. Þórbergur skrifar að þegar stúlkan gaf til kynna að henni litist vel á Svein, var það hin mesta ógæfa. „Það var svo óskáldlegt, það var svo hættulegt fyrir heimshryggðina, svo eyðileggjandi fyrir þjáninguna að skáldið varð að taka sér nokkurra daga frí frá farsæld ástarinnar og steypa sér á sundurtætandi fyllerí.“

Sveinn fór til Kaupmannahafnar til náms. Árið 1916 var hann lagður inn á spítala og síðar í áfengismeðferð. Hann lagði skáldadraumana á hilluna, gerðist góðborgari og rak endurskoðunarskrifstofu í Kaupmannahöfn. Skólafélagi Sveins úr MR, Björn O. Björnsson, gaf út bókina Sveinn framtíðarskáld árið 1971 og er þar að finna greinar eftir samtímamenn um skólaskáldið.

Sveinn framtíðarskáld lést í umferðarslysi í Danmörku í janúar 1942.