Kór Breiðholtskirkju heldur tónleika á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju í dag, laugardag, kl. 15.15 í tilefni af 35 ára vígsluafmæli Breiðholtskirkju. Frumfluttar verða mótetturnar Sancta Maria, Succurre Miseris og Ave Santissima virgo Maria eftir Steingrím Þórhallsson

Kór Breiðholtskirkju heldur tónleika á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju í dag, laugardag, kl. 15.15 í tilefni af 35 ára vígsluafmæli Breiðholtskirkju. Frumfluttar verða mótetturnar Sancta Maria, Succurre Miseris og Ave Santissima virgo Maria eftir Steingrím Þórhallsson. „Mótetturnar voru samdar að beiðni Kórs Breiðholtskirkju og eru byggðar á gregorstóni sem finnast eingöngu í íslensku skinnhandriti AM 461 12mo. Einnig verða fluttar fimm radda mótettur eftir Palestrina við texta úr Ljóðaljóðunum,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Þar kemur fram að Kór Breiðholtskirkju er kammer­kór skipaður 27 söngvurum. Kórstjóri er Örn Magnússon og raddþjálfari Marta Guðrún Halldórsdóttir.