Magnaður Kári Jónsson fór enn og aftur á kostum með Valsliðinu.
Magnaður Kári Jónsson fór enn og aftur á kostum með Valsliðinu. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Valsmenn jöfnuðu Njarðvík að stigum á toppnum í úrvalsdeild karla í körfubolta með afar þægilegum útisigri á Keflavík, 111:80, í gærkvöld. Valsmenn voru með frumkvæðið allan leikinn en leiddu með aðeins fjórum stigum í hálfleik, 49:45

Valsmenn jöfnuðu Njarðvík að stigum á toppnum í úrvalsdeild karla í körfubolta með afar þægilegum útisigri á Keflavík, 111:80, í gærkvöld. Valsmenn voru með frumkvæðið allan leikinn en leiddu með aðeins fjórum stigum í hálfleik, 49:45. Í seinni hálfleik var Valur mun betri og vann að lokum 31 stigs sigur, 111:80. Valsmaðurinn Kári Jónsson var stigahæsti maður leiksins með 28 stig.

Þessi úrslit þýða að Valsmenn jafna Njarðvík að stigum á toppi deildarinnar með 30 hvorir en Keflavík er farið að sígast aftur úr og er með 24 stig í þriðja sæti með jafnmörg stig og Haukar í fjórða.

Háspenna verður í Njarðvík þegar að Valsmenn heimasækja Suðurnesin í næstsíðasta leik deildarkeppninnar 24. mars. Að öllum líkindum mun sá leikur úrskurða hvort liðið vinni deildarmeistaratitilinn og tryggir sér efsta sætið fyrir úrslitakeppnina.