Grill Kjötið á grillið kostar meira.
Grill Kjötið á grillið kostar meira.
Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur tilkynnt verslunum, að verð á grillkjöti frá fyrirtækinu hækki á næstunni. Um er að ræða 23 vörur sem hækka á bilinu 4-8% en einnig hækkar verð á folaldahakki um 10%

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur tilkynnt verslunum, að verð á grillkjöti frá fyrirtækinu hækki á næstunni. Um er að ræða 23 vörur sem hækka á bilinu 4-8% en einnig hækkar verð á folaldahakki um 10%.

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir að með þessu sé verið að bregðast við ýmsum kostnaðarhækkunum, sem orðið hafa að undanförnu. Þannig hafi afurðaverð til bænda hækkað um rúmlega þriðjung í haust án þess að það hafi farið beint út í verðlag. Þá hafi flutningskostnaður hækkað og kostnaður við umbúðir.

Steinþór segir reynt af fremsta megni að halda aftur af verðhækkunum og ekki sé gert ráð fyrir því að þær vörur, sem nú hækka í verði, taki frekari verðhækkunum í sumar þótt ekki sé hægt að útiloka það. En ákveðið hafi verið að tilkynna um þessar hækkanir nú þegar grilltímabilið fer í hönd.

Búast má við að verð frá fleiri kjötframleiðendum taki hækkunum á næstunni. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir við Morgunblaðið, að ljóst sé að verð til verslana muni hækka þótt ekki sé von á holskeflu hækkana.
hordur@mbl.is