Sínfóníuhljómsveit Íslands verður með Barnastund í Flóa í Hörpu í dag kl. 11.30. Flutt verður létt tónlist fyrir barnunga hlustendur undir stjórn Nathanaëls Iselin og verður einsöngvari Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað og kynnir Níels Thibaud Girerd í gervi trúðsins Páka

Sínfóníuhljómsveit Íslands verður með Barnastund í Flóa í Hörpu í dag kl. 11.30. Flutt verður létt tónlist fyrir barnunga hlustendur undir stjórn Nathanaëls Iselin og verður einsöngvari Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað og kynnir Níels Thibaud Girerd í gervi trúðsins Páka. Á Barnastundum er áhersla lögð á notalegheit og nánd við hljómsveitina og eru þær ætlaðar allra yngstu hlustendum. Páka mun kynna perlur með fuglum og ævintýrum í forgrunni. Aðgangur er ókeypis.