Karphúsið Frá undirskrift kjarasamninga á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í síðasta mánuði.
Karphúsið Frá undirskrift kjarasamninga á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í síðasta mánuði. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öll sextán aðildarfélög Sjómannasambandsins felldu kjarasamning með 67% atkvæða. Samningsboðið var til tíu ára. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið á óvart

Öll sextán aðildarfélög Sjómannasambandsins felldu kjarasamning með 67% atkvæða. Samningsboðið var til tíu ára.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið á óvart. „Kannski var það samningstíminn sem fór öfugt ofaní menn,“ segir Valmundur.

Þá segir hann að borið hafi á misskilningi varðandi grein 1.39.1 í samningnum sem snertir nýsmíði. Snýr hún að því að semja þurfi sérstaklega um það ef fram koma ný skip eða nýjar veiði- eða verkunaraðferðir. „Við reyndum að styrkja þá grein í samningnum en þetta hefur valdið einhverjum ægilegum dellumisskilningi,“ segir Valmundur.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að hún hafi heyrt raddir þess efnis að brugðið gæti til beggja vona. Hún segir þegar hafa verið komið að verulegu leyti til móts við kröfur stéttarfélaga. „Ég get ekki ímyndað mér að það þurfi stórvægilegar breytingar frá þeim samningi sem gerður var,“ segir Heiðrún Lind.