Markvörður Hákon Rafn Valdimarsson samdi til ársins 2027.
Markvörður Hákon Rafn Valdimarsson samdi til ársins 2027. — Morgunblaðið/Hákon
Hákon Rafn Valdimarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í knattspyrnu, hefur gert nýjan fimm ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Elfsborg, til ársloka 2027. Hákon, sem er 21 árs, kom til Elfsborg frá Gróttu sumarið 2021 og hafði þá verið aðalmarkvörður Gróttu í þrjú ár

Hákon Rafn Valdimarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í knattspyrnu, hefur gert nýjan fimm ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Elfsborg, til ársloka 2027. Hákon, sem er 21 árs, kom til Elfsborg frá Gróttu sumarið 2021 og hafði þá verið aðalmarkvörður Gróttu í þrjú ár. Hann hefur leikið 19 leiki með Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni, á fjóra A-landsleiki að baki fyrir Ísland og átta leiki með 21-árs landsliðinu.