Hekla Dögg Jónsdóttir
Hekla Dögg Jónsdóttir
Sýning Heklu Daggar Jónsdóttur, Kerfi eða Schemes á ensku, verður opnuð í galleríinu BERG Contemporary í dag kl. 17. Má á henni sjá umfangsmikla innsetningu þar sem Hekla fæst við ákveðin litakerfi, cmyk og rgb, á nýstárlegan hátt, eins og því er…

Sýning Heklu Daggar Jónsdóttur, Kerfi eða Schemes á ensku, verður opnuð í galleríinu BERG Contemporary í dag kl. 17. Má á henni sjá umfangsmikla innsetningu þar sem Hekla fæst við ákveðin litakerfi, cmyk og rgb, á nýstárlegan hátt, eins og því er lýst í tilkynningu. Kristín Ómarsdóttir rithöfundur skrifar ljóðrænan texta við sýninguna og segir þar m.a. að Hekla Dögg klæði sýningarsali lokkum úr litum sem dansi eftir farvegi handan heimilisfangs. Er það í takt við sýninguna því Hekla hefur klætt galleríið að innan með litaverkum á pappír þar sem hún notast við svokallaða marbling- aðferð líkt og oft má sjá innan í gömlum bókum, þar sem litirnir skiljast og líða saman í hálfgerðum öldum með ófyrirséðum útkomum, eins og segir í tilkynningu. Þetta er fyrsta einkasýning Heklu í galleríinu.