— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ungur smyrill tyllti sér í vikunni á þak Morgunblaðshússins í Hádegismóum og fylgdist vel með öllu sem fram fór á planinu við húsið. Hann lét sér fátt um finnast þótt ljósmyndarinn smellti af mynd. Smyrill er algengasti ránfuglinn hér á landi

Ungur smyrill tyllti sér í vikunni á þak Morgunblaðshússins í Hádegismóum og fylgdist vel með öllu sem fram fór á planinu við húsið. Hann lét sér fátt um finnast þótt ljósmyndarinn smellti af mynd.

Smyrill er algengasti ránfuglinn hér á landi. Að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings er stofninn í jafnvægi um þessar mundir, um 1.000 pör.

„Flestir smyrlar eru farfuglar, meirihluti stofnsins hefur vetursetu á Bretlandseyjum og í Vestur-Evrópu, en það er alltaf slæðingur sem hefur hér vetursetu. Þeir sækja oft í þéttbýli þar sem fuglum er gefið og næla sér þá í smáfugla eins og snjótittling eða stara. Stundum taka þeir mýs,“ sagði Jóhann Óli við Morgunblaðið, þegar myndin var borin undir hann.