Fram Rúnar Kárason snýr aftur til uppeldisfélagsins í sumar.
Fram Rúnar Kárason snýr aftur til uppeldisfélagsins í sumar. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Handknattleiksmaðurinn Rúnar Kárason gengur í raðir uppeldisfélags síns, Fram, fyrir næsta tímabil en handbolti.is greindi frá þessu í gær. Hann hefur leikið með ÍBV frá árinu 2021. Rúnar, sem er 34 ára gamall og hefur leikið 88 landsleiki, fór frá…

Handknattleiksmaðurinn Rúnar Kárason gengur í raðir uppeldisfélags síns, Fram, fyrir næsta tímabil en handbolti.is greindi frá þessu í gær. Hann hefur leikið með ÍBV frá árinu 2021. Rúnar, sem er 34 ára gamall og hefur leikið 88 landsleiki, fór frá Fram í atvinnumennsku árið 2009 og lék með þýsku liðunum Füchse Berlín, Bergischer, Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen og Hannover-Burgdorf, sem og með Ribe-Esbjerg í Danmörku.