Ákærður Sandro Rosell (t.v.) þegar Neymar var keyptur til félagsins.
Ákærður Sandro Rosell (t.v.) þegar Neymar var keyptur til félagsins. — Ljósmynd/AFP
Spillingarmálið sem FC Barcelona virðist flækt í tók á sig nýja og alvarlegri mynd í gær þegar saksóknari í Barcelona gaf út ákærur á hendur tveimur fyrrverandi forsetum íþróttafélagsins, Josep Maria Bartomeu og Sandro Rosell

Spillingarmálið sem FC Barcelona virðist flækt í tók á sig nýja og alvarlegri mynd í gær þegar saksóknari í Barcelona gaf út ákærur á hendur tveimur fyrrverandi forsetum íþróttafélagsins, Josep Maria Bartomeu og Sandro Rosell.

Er þeim gert að sök að hafa borið fé á Jose nokkurn Enriquez en sá var varaformaður dómaranefndar spænska knattspyrnusambandsins. Enriguez er ákærður fyrir að þiggja mútur. Eiga forsetarnir að hafa fengið ýmsar upplýsingar um dómarana og niðurröðun á leiki auk þess sem grunur leikur á að þeir hafi fengið einhverja knattspyrnudómara á sitt band. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mun FC Barcelona hafa séð til þess að fyrirtæki í eigu Enriguez fengi milljarð íslenskra króna greiddar frá 2001 til 2018.

FC Barcelona hefur áratugum saman verið stórveldi í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik í Evrópu. Hafa fimm Íslendingar verið í herbúðum félagsins: Viggó Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Guðjón Valur Sigurðsson, Aron Pálmarsson og Kári Jónsson.