30 ára Drífa Huld fæddist á Akranesi 11. mars 1993 og bjó fyrstu árin í Búðardal. „Svo fluttum við í Hrútafjörðinn í sveitina þegar ég var í 4. bekk, en þegar ég var í 8. bekk fluttum við á Hvammstanga.“ Drífa Huld segir að það hafi…

30 ára Drífa Huld fæddist á Akranesi 11. mars 1993 og bjó fyrstu árin í Búðardal. „Svo fluttum við í Hrútafjörðinn í sveitina þegar ég var í 4. bekk, en þegar ég var í 8. bekk fluttum við á Hvammstanga.“ Drífa Huld segir að það hafi verið gott að alast upp í sveitinni og síðar á Hvammstanga. „Ég spilaði mikið körfubolta sem stelpa og æfði með Kormáki meðan ég var í grunnskóla.“ Eftir grunnskólann fluttist hún til Akureyrar og fór í Verkmenntaskólann. „Mér leið eins og ég hefði alltaf búið á Akureyri því ég var svo heppin að kynnast strax góðum hóp af fólki.“ Það var á Akureyri sem hún kynntist væntanlegum eiginmanni sínum, Ólafi, fyrir tíu árum, en í sumar ætla þau að gifta sig. Eftir Verkmenntaskólann fór Drífa Huld í Háskólann á Akureyri og lærði hjúkrunarfræði. Eftir námið bauðst henni starf á spegladeild Landspítalans í Reykjavík og fluttist suður með kærastanum og þau fluttu í Garðabæinn. Hún segir mjög gott að búa í Garðabænum. „Við eigum eins og hálfs árs gamlan son og það gekk mjög vel að fá leikskólapláss fyrir hann hérna.“ Drífa Huld segir að hún hafi gaman af allri hreyfingu og hún stundar líkamsrækt í dag. „Síðan nota ég frítímann mest með fjölskyldunni.“

Fjölskylda Unnusti Drífu Huldar er Ólafur Ólafsson, f. 1991, sem er í meistaranámi í kennslufræðum og vinnur í Sjálandsskóla. Þau eiga soninn Emil Smára, f. 2021. Foreldrar Drífu Huldar eru hjónin Sigríður Eggertsdóttir og Guðjón Valgeir Guðjónsson sem reka Þvottahúsið Perluna á Hvammstanga.