Líf Ein af ljósmyndum Rúnars, tollering við Menntaskólann í Reykjavík.
Líf Ein af ljósmyndum Rúnars, tollering við Menntaskólann í Reykjavík.
Tvær sýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands í dag kl. 14, annars vegar sýning á ljósmyndum Rúnars Gunnarssonar og hins vegar sýning á ljósmyndum úr sex albúmum úr eigu Ragnheiðar Bjarnadóttur

Tvær sýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands í dag kl. 14, annars vegar sýning á ljósmyndum Rúnars Gunnarssonar og hins vegar sýning á ljósmyndum úr sex albúmum úr eigu Ragnheiðar Bjarnadóttur. Fyrrnefnda sýningin ber titilinn Ekki augnablikið heldur eilífðin og er titillinn sóttur í orð Rúnars, hvernig hann upplifði ljósmyndun: „Í ljósmyndun skynjarðu einhvern veginn hlaup tímans. Þessi tími sem æðir hjá á ógnarhraða og er svo horfinn. Þráin er að geta bara hægt aðeins á þessu og séð – svona var þetta …“ er haft eftir honum. Þó sé hann ekki að grípa augnablik, heldur einhverja eilífð. Rúnar er fæddur árið 1944, uppalinn í Reykjavík og hefur borgin, mannlíf hennar og margbreytileiki verið honum viðfangsefni sem ljósmyndara frá upphafi. Hann hefur gefið út fjölda ljósmyndabóka og haldið sýningar og geymir filmusafn hans yfir 100 þúsund ljósmyndir og tugir þúsunda eru til á stafrænu formi.

Á sýningunni Ljós og leikur eru ljósmyndir úr sex albúmum sem voru í eigu Ragnheiðar Bjarnadóttur en eru nú í eigu Ljósmyndasafns hjá Menningarmiðstöð Þingeyinga. Er það persónulegt safn sem lýsir ferðalagi einstaklingsins frá barndómi til fullorðinsára.