Stýrir Elise Bergonzi stundar nám í sýningarstjórnun og er ein þriggja sýningarstjóra Undirljóma.
Stýrir Elise Bergonzi stundar nám í sýningarstjórnun og er ein þriggja sýningarstjóra Undirljóma.
Sýningin Undirljómi / Infra-glow verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar í dag kl. 14 og lýkur 16. apríl. Sýningarstjórar eru þær Daria Testoedova, Elise Bergonzi og Hannah Zander sem stunda meistaranám í sýningagerð við myndlistardeild…

Sýningin Undirljómi / Infra-glow verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar í dag kl. 14 og lýkur 16. apríl. Sýningarstjórar eru þær Daria Testoedova, Elise Bergonzi og Hannah Zander sem stunda meistaranám í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, en frá árinu 2021 hefur safnið boðið meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð að stýra sýningu í safninu, í samstarfi við námsleiðina.

Á sýningunni koma saman myndlistarmennirnir Carissa Baktay, Claire Paugam, Claudia Hausfeld, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Iða Brá Ingadóttir, Hye Joung Park og Þórdís Erla Zoëga og fjalla m.a. um áhrif nærumhverfisins og breytileika þess á innri upplifun og tjáningu, eins og segir í tilkynningu. Í sýningarskrá segir m.a. að nánd við samvirk tengsl á milli líkama okkar, huga og umhverfis sé beisluð líkt og orka í listsköpun sýnenda. Upptök orkunnar sé ósæ nálægð við hversdagsleg yfirborð og flæðandi glýpt á milli þeirra. Jafndægrin leiki með líkamsklukku okkar og sjónarhorn þrengist og víkki á víxl í takt við hreyfingu sólar. Iða Brá mun flytja gjörninginn „Iðufall“ kl. 15 í dag.