— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þeir Sigurjón Ernir Sturluson, Halldór Ragnar Guðjónsson og Bergur Vilhjálmsson láta sig ekki muna um það að skila 350 km af erfiði í húsnæði Ultraform í Grafarholti. Þannig hófu þeir um kvöldmatarleytið í gær æfingar til styrktar Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein

Þeir Sigurjón Ernir Sturluson, Halldór Ragnar Guðjónsson og Bergur Vilhjálmsson láta sig ekki muna um það að skila 350 km af erfiði í húsnæði Ultraform í Grafarholti. Þannig hófu þeir um kvöldmatarleytið í gær æfingar til styrktar Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein. Hyggjast þeir leggja á sig 50 km á skíðavél, 100 km á róðravél og 200 km á hjóli á 24 klukkustundum. Um níuleytið í gærkvöldi var enn mikill kraftur í drengjunum. „Þeir eru dansandi við vélarnar. Hoppa til og frá við tónlistina,“ segir Þórunn Hilda Jónasdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts. Hún segist þess fullviss að félagarnir muni halda út.