Rósa segir við pabba sinn: „Pabbi veistu hvað 0 sagði við 8?“ Pabbi: „Nei“. Rósa: „Flott belti!“ Kennarinn: „Hvort er lengra í burtu, tunglið eða Ástralía?“ Lísa: „Ástralía, ég sé til tunglsins á …

Rósa segir við pabba sinn: „Pabbi veistu hvað 0 sagði við 8?“
Pabbi: „Nei“.
Rósa: „Flott belti!“

Kennarinn: „Hvort er lengra í burtu, tunglið eða Ástralía?“
Lísa: „Ástralía, ég sé til tunglsins á nóttunni!“

Górillan finnur stóran og fallegan banana í skóginum og ákveður að fela hann á góðum stað. Næsta dag er búið að taka bananann. Górillan finnur stærsta tréð í skóginum og hengir upp skilti sem á stendur: „Hver sá sem tók bananann minn skal vara sig því ég mun slíta af honum eyrun! Górillan!“
Daginn eftir er búið að hengja upp annað minna skilti undir það fyrra en á því stendur: „Þú getur æst þig eins og þú vilt en mikið muntu eiga erfitt með að slíta af mér eyrun! Slangan!“

Kennarinn: „ Af hverju er fita í mjólkinni? Hvað heldur þú?“
Jói veit svarið: „Svo það ískri ekki í júgrunum þegar verið er að mjólka!“

Mamma: „Hversu oft þarf ég að banna þér að stelast í kökuboxið?“
„Ekki aftur, þær eru búnar!“

„Pabbi, það er gat á skónum mínum.“
„Já, þú átt að setja fótinn í gatið!“