— AFP/Robyn Becj
Óskarsverðlaunin, þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, verða afhent annað kvöld í Los Angeles og ríkir að venju mikil eftirvænting fyrir hátíðinni. Hér má sjá starfsmann Óskarsakademíunnar, sem veitir verðlaunin, úða gullmálningu á stytturnar sem prýða munu hátíðarsvæðið á ólíkum stöðum

Óskarsverðlaunin, þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, verða afhent annað kvöld í Los Angeles og ríkir að venju mikil eftirvænting fyrir hátíðinni. Hér má sjá starfsmann Óskarsakademíunnar, sem veitir verðlaunin, úða gullmálningu á stytturnar sem prýða munu hátíðarsvæðið á ólíkum stöðum.

Verðlaunahátíðir undanfarinna vikna þykja gefa vísbendingu um hvernig muni fara annað kvöld, hverjir muni hreppa verðlauna og hvaða kvikmyndir. Af þeim leiknu þykja einna sigurstranglegastar Everything, Everywhere, All at Once og þýska myndin Im Westen Nichts Neues og þegar kemur að leikurum eru það Cate Blanchett og Brendan Fraser sem þykja einna vænlegust til vinnings. Vandi er þó um slíkt að spá og sem endranær skal spurt að leikslokum.