Mynd Ein sjálfsmynda Hallgríms á sýningunni sem opnuð er í dag.
Mynd Ein sjálfsmynda Hallgríms á sýningunni sem opnuð er í dag.
Hópmyndir af sjálfi nefnist sýning sem myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason opnar í Listamönnum galleríi á Skúlagötu 32 í dag, laugardag, kl. 16. „Sýningin samanstendur af málverkum og teikningum unnum á árunum 2021 til 2022

Hópmyndir af sjálfi nefnist sýning sem myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason opnar í Listamönnum galleríi á Skúlagötu 32 í dag, laugardag, kl. 16. „Sýningin samanstendur af málverkum og teikningum unnum á árunum 2021 til 2022. Öll verkin eru einskonar sjálfsmyndir. Hér er þó ekki um hefðbundin „self portrait“ að ræða heldur sýna verkin þá mismunandi karaktera sem búa innra með listamanninum. Hér eru því á ferð allt að sex- og sjöfaldar sjálfsmyndir,“ segir í tilkynningu.

Hallgrímur hefur starfað jöfnum höndum sem myndlistarmaður og rithöfundur frá árinu 1983 og gefið út fjölda bóka og haldið enn fleiri sýningar. Verk eftir hann eru í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Kópavogs, Listasafns Ísafjarðar og FRAC-safnsins í Angouleme, Frakklandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Hallgrímur sýnir hjá Listamönnum galleríi. Sýningin verður opin til 25. mars og er opin kl. 9-17 virka daga og kl. 12-16 laugardaga.