Óðinn Viðskiptablaðsins er ánægður með arðsemi Landsvirkjunar en segir „hins vegar óskaplega dapurlegt að sjá hvernig farið er með arðinn í Landsvirkjun. Hann er ekki aðeins að fara í mikilvæg útgjöld heldur einnig í tóma vitleysu. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu er ríkið að niðurgreiða póstburð til fólks og fyrirtækja. Í fyrra eyddu alþingismenn 665 milljónum króna í þessa niðurgreiðslu. Árið 2021 námu niðurgreiðslurnar á þjónustunni 563 milljónum króna.“

Óðinn Viðskiptablaðsins er ánægður með arðsemi Landsvirkjunar en segir „hins vegar óskaplega dapurlegt að sjá hvernig farið er með arðinn í Landsvirkjun. Hann er ekki aðeins að fara í mikilvæg útgjöld heldur einnig í tóma vitleysu. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu er ríkið að niðurgreiða póstburð til fólks og fyrirtækja. Í fyrra eyddu alþingismenn 665 milljónum króna í þessa niðurgreiðslu. Árið 2021 námu niðurgreiðslurnar á þjónustunni 563 milljónum króna.“

Þá segir Óðinn: „Á síðustu fjórum árum hefur ríkissjóður sett 3,2 milljarða króna inn í fyrirtæki sem afhendir fólki bréf. Helmingur fjárins er í formi hlutafjáraukningar en það er ekki með nokkrum reikningskúnstum hægt að halda því fram að það fé sé ekki glatað.“

Enn fremur furðar hann sig á að í ársskýrslu ríkisfyrirtækisins sé að finna „sjálfbærniskýrslu upp á einar 23 blaðsíður með öllum þeim kostnaði sem fylgir slíkri skýrslugerð. Það er dálítið spes að í þeirri skýrslu kemur ekki fram að félagið verður aldrei sjálfbært.“

Það er fleira óvenjulegt við Póstinn, svo sem það að nýjustu fréttir af fyrirtækinu eru þær að það undirbúi nú að hætta að dreifa bréfum heim til fólks. Innan skamms má viðtakandi búast við að sækja póstinn sinn í kassa, en þegar þjónustan verður fullkomnuð mun viðtakandinn væntanlega fá að sækja póstinn beint til sendandans.