Ugluspegill Veggspjald sýningarinnar.
Ugluspegill Veggspjald sýningarinnar.
Sýning á verkum Önnu Hrundar Másdóttur, Daníels Björnssonar og Jóhannesar Atla Hinrikssonar verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 í galleríinu Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið Ugluspegill (EulenSpiegel) og stendur yfir til 2

Sýning á verkum Önnu Hrundar Másdóttur, Daníels Björnssonar og Jóhannesar Atla Hinrikssonar verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 í galleríinu Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið Ugluspegill (EulenSpiegel) og stendur yfir til 2. apríl. Í tilkynningu segir að Ugluspegill sé nafn á þjóðsagnapersónu sem hafi fyrst birst á prenti á þýsku árið 1515 og er myndin á veggspjaldi sýningarinnar frá þeim tíma en ártalinu hafi verið breytt í 2023.„ Ugluspegill var prakkari sem lék listir sínar á rápi um markaðstorgin þar sem eitthvað var að gerast. Eins og með flestar sögur eru til eldri útgáfur af hans sögu. Sögur af þessu tagi voru dæmisögur til að hjálpa til við skilning. Ein af frumsögunum er um Hermes. Á staf Hermesar hanga tveir snákar sem vefjast um hann og fá vængi þegar augu þeirra mætast. Annar snákurinn stendur fyrir spegilinn en hinn fyrir það sem er fyrir aftan spegilinn,“ segir í tilkynningunni.