Hjón Michelle Yeoh og Ke Huy Quan í hlutverkum sínum í Everything Everywhere All at Once.
Hjón Michelle Yeoh og Ke Huy Quan í hlutverkum sínum í Everything Everywhere All at Once.
Ný rannsókn leiðir í ljós að konur voru aðeins í aðalhlutverki 33% hundrað tekjuhæstu bandarísku kvikmyndanna sem frumsýndar voru 2022. Er þetta aðeins tveimur prósentustigum meira en var í sambærilegri rannsókn frá 2021

Ný rannsókn leiðir í ljós að konur voru aðeins í aðalhlutverki 33% hundrað tekjuhæstu bandarísku kvikmyndanna sem frumsýndar voru 2022. Er þetta aðeins tveimur prósentustigum meira en var í sambærilegri rannsókn frá 2021. Samkvæmt frétt tímaritsins Variety er rannsóknin unnin af Center for the Study of Women in Television and Film hjá San Diego State-háskólanum.

Rannsakendur skoðuðu einnig hlutfall kynja þegar kemur að töluðu máli í kvikmyndum. Í fyrrgreindum 100 myndum fengu konur 37% talaðs mál og karlar 63%, en 0,1% persóna voru trans og ein persóna kynsegin.

Í yfir 80% myndanna voru fleiri karla og konur í leikhópnum. Í aðeins 11% myndanna voru fleiri konur en karla í leikhópnum, meðan hlutfall kynja var jafnt í 9% mynda. Af þeim konum sem fengu að fara með texta í myndunum voru 64% hvítar á hörund, 18% þeldökkar, 7% frá Rómönsku-Ameríku og 8% frá Asíu.

Konur í Hollywood-kvikmyndum eru yfirleitt yngri en karlar. Alls voru 36% kvenna á fertugsaldri, en aðeins 14% á fimmtugsaldri, samanborið við 20% árið 2015, en aðeins 7% kvenna voru eldri en sextugt. Þetta endurspeglast í störfum persóna í myndum, en 84% karla voru sýndir við störf meðan hlutfallið var aðeins 68% í tilviki kvenna. Á sama tíma voru konur á hvíta tjaldinu líklegri en karlar til að upplýsa um hjúskaparstöðu sína, en 46% kvenna voru í sambandi meðan hlutfallið var aðeins 36% í tilviki karla.