Reynd Toni Pressley hefur leikið í bandarísku deildinni í tíu ár.
Reynd Toni Pressley hefur leikið í bandarísku deildinni í tíu ár. — Ljósmynd/Russell Lansford
Bandaríska knattspyrnukonan Toni Pressley er gengin til liðs við Breiðablik en hún hefur leikið í bandarísku atvinnudeildinni undanfarin tíu ár. Þar af síðustu sex árin með Orlando Pride þar sem hún var samherji Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur

Bandaríska knattspyrnukonan Toni Pressley er gengin til liðs við Breiðablik en hún hefur leikið í bandarísku atvinnudeildinni undanfarin tíu ár. Þar af síðustu sex árin með Orlando Pride þar sem hún var samherji Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Pressley er 33 ára varnarmaður og lék áður með Houston Dash, Western New York og Washington Spirit. Hún lék með öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna, síðast með 23 ára landsliðinu árið 2013.