Yfirgefið Eyðibýli á Vatnsleysuströnd. Víða má sjá fjölda eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa í öllum landshlutum í mismunandi ásigkomulagi.
Yfirgefið Eyðibýli á Vatnsleysuströnd. Víða má sjá fjölda eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa í öllum landshlutum í mismunandi ásigkomulagi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikinn fjölda eyðibýla er að finna víða í byggðum landsins og á eyðijörðum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var 331 eyðibýli á landinu samkvæmt lögbýlaskrá um seinustu áramót

Mikinn fjölda eyðibýla er að finna víða í byggðum landsins og á eyðijörðum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var 331 eyðibýli á landinu samkvæmt lögbýlaskrá um seinustu áramót. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nýlega gefið út lögbýlaskrá fyrir landið allt þar sem birt er skrá yfir öll lögbýli samkvæmt upplýsingum úr þinglýsingabók og fasteignaskrá. Þar er að finna upplýsingar um 6.779 lögbýli sem skráð eru á landinu í dag og yfirlit yfir eyðibýli sem skráð eru. Lögbýlaskráin nær þó ekki yfir öll yfirgefin íbúðarhús. Viðamikil rannsókn, Eyðibýli á Íslandi, sem hófst árið 2011, náði til 748 eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa í öllum landshlutum og var afraksturinn birtur í sjö binda ritröð, skipt upp eftir landshlutum.