Jón Bjarki Bentsson
Jón Bjarki Bentsson
Ferðaþjónustan er að endurheimta sinn fyrri sess sem stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins. Þetta kemur fram í greiningu Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Hann spáir 2,1 milljón ferðamanna hingað til lands á þessu ári

Ferðaþjónustan er að endurheimta sinn fyrri sess sem stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins. Þetta kemur fram í greiningu Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Hann spáir 2,1 milljón ferðamanna hingað til lands á þessu ári. Versnandi efnahagshorfur erlendis virðast ekki hafa slegið á ferðavilja hingað til lands.

Árið 2018 var stærsta ferðamannaár Íslandssögunnar þegar hingað komu rúmar 2,3 milljónir ferðamanna. Jón Bjarki spáir því að árið 2025 verði ferðamannafjöldinn kominn yfir 2,4 milljónir. Hægari fjölgun ferðamanna skýrist m.a. af skorðum í framboði á gistingu.