Tvíeyki Einar og Ólöf halda tónleika í röðinni Sígildir sunnudagar á morgun.
Tvíeyki Einar og Ólöf halda tónleika í röðinni Sígildir sunnudagar á morgun.
Tónleikar í röðinni Sígildir sunnudagar verða haldnir á morgun kl. 16 í Norðurljósum í Hörpu. Segir á vef hússins að íhugulir og ofursterkir tónhöfundar prýði daginn, höfundar á borð við Jóhannes Brahms, Sigur­svein D

Tónleikar í röðinni Sígildir sunnudagar verða haldnir á morgun kl. 16 í Norðurljósum í Hörpu. Segir á vef hússins að íhugulir og ofursterkir tónhöfundar prýði daginn, höfundar á borð við Jóhannes Brahms, Sigur­svein D. Kristinsson og fleiri. Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli breska tónskáldsins Ralph Vaughan Williams muni flytjendur, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari og Einar Bjartur Egilsson ­píanóleikari, leika þjóðlagaútsetningar Einars. Einar og Ólöf hafa áður komið fram í Hörpu og leikið krefjandi verk fyrir hljóðfæri sín, en þau hafa starfað saman í nokkur ár, samkvæmt vef Hörpu. Aðgangur er ókeypis fyrir börn 18 ára og yngri.