Norður ♠ ÁKD106 ♥ 5 ♦ ÁK862 ♣ 95 Vestur ♠ 93 ♥ 98763 ♦ DG74 ♣ 76 Austur ♠ G752 ♥ ÁKG1043 ♦ 9 ♣ Á3 Suður ♠ 84 ♥ D ♦ 1053 ♣ KDG10842 Suður spilar 5♣ dobluð

Norður

♠ ÁKD106

♥ 5

♦ ÁK862

♣ 95

Vestur

♠ 93

♥ 98763

♦ DG74

♣ 76

Austur

♠ G752

♥ ÁKG1043

♦ 9

♣ Á3

Suður

♠ 84

♥ D

♦ 1053

♣ KDG10842

Suður spilar 5♣ dobluð.

Sagt er að heppni fylgi sigurvegurum eins og skuggi fylgir ljósi. Kannski er eitthvað til í því. Sigurvegarar Íslandstvímenningsins, þeir Ómar Olgeirsson og Stefán Jóhannsson, voru alla vega pínulítið heppnir í þessu spili gegn Jóni Ingþórssyni og Kristni Ólafssyni.

Stefán var gjafari í norður og opnaði á 1♠. Kristinn kom inn á 2♥, Ómar passaði og Jón stökk galvaskur í 4♥. Stefán doblaði, hvort heldur til sóknar eða varnar, en var ekkert yfir sig hrifinn þegar Ómar tók út í 5♣ og Kristinn doblaði. En lét sig hafa það að passa.

Jón kom út með tíguldrottningu, sem Ómar drap og trompaði út. Kristinn hoppaði upp með laufásinn og spilaði vongóður litlu hjarta undan ás og kóng. Tólf slagir, 950 og auðvitað tandurhreinn toppur. Kannski mætti segja að austur hafi verið pínulítið óheppinn.