Sannfærandi KA-konurnar Helena Kristín Gunnarsdóttir, Jóna Arnarsdóttir, Heiða Gunnarsdóttir og Valdís Þorvarðardóttir í gær.
Sannfærandi KA-konurnar Helena Kristín Gunnarsdóttir, Jóna Arnarsdóttir, Heiða Gunnarsdóttir og Valdís Þorvarðardóttir í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
HK og KA tryggðu sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í blaki, Kjörísbikarnum, í Digranesi í gær. Fyrri leikur dagsins var á milli HK og Völsungs þar sem HK hafði betur, 3:1. Kópavogsliðið vann fyrstu hrinu 25:17 en Völsungur svaraði í næstu hrinu og vann 25:21

HK og KA tryggðu sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í blaki, Kjörísbikarnum, í Digranesi í gær.

Fyrri leikur dagsins var á milli HK og Völsungs þar sem HK hafði betur, 3:1. Kópavogsliðið vann fyrstu hrinu 25:17 en Völsungur svaraði í næstu hrinu og vann 25:21. Þriðja hrinan var æsispennandi og vann HK rétt svo, 25:23.

HK-liðið var svo mun sterkara í fjórðu hrinu, vann 25:13 og leikinn samtals 3:1.

Í hinum leik dagsins fór KA nokkuð létt með Þrótt frá Fjarðabyggð. KA, sem er núverandi Íslands- og bikarmeistari sem og topplið úrvalsdeildar kvenna, vann fyrstu hrinu 25:12, aðra hrinu 25:17 og kláraði svo leikinn í þriðju hrinu 25:14.

KA og HK mætast því í úrslitaleiknum í Digranesi klukkan 15:30 í dag. KA verður að teljast mun líklegri aðilinn fyrir fram en í úrslitaleik getur allt gerst.