— AFP/Cristophe Archambault
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hittust á fundi í París í gær. Fundurinn er sá fyrsti meðal þjóðanna í fimm ár og áréttuðu leiðtogarnir sterk tengsl þjóðanna á milli þrátt fyrir að útganga Breta úr Evrópusambandinu hafi valdið núningi milli þjóðanna

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hittust á fundi í París í gær. Fundurinn er sá fyrsti meðal þjóðanna í fimm ár og áréttuðu leiðtogarnir sterk tengsl þjóðanna á milli þrátt fyrir að útganga Breta úr Evrópusambandinu hafi valdið núningi milli þjóðanna. Sögðust þeir báðir meðvitaðir um mikilvægi bandalags landanna á tímum ólgu í heiminum.

Meðal þess sem rætt var á fundinum var fjármögnun á hertu sameiginlegu landamæraeftirliti Frakka og Breta. Þannig verður sett á laggirnar fimm hundruð manna sveit löggæslumanna sem ætlað er að fylgjast með smábátum sem koma með flóttamenn að landi. Sagði Sunak við þetta tilefni að „óreglulegur“ straumur flóttamanna væri sameiginlegt vandamál þjóðanna.