„[A]llir sem [...] áttu grasbít [...] voru sektaðir um kartöflu fyrir að hafa átt ágángspening í kirkjugarðinum“ segir í smásögu eftir Laxness. Ágangsfé, -fénaður eða -peningur er búfé sem sækir í landareign annarra

„[A]llir sem [...] áttu grasbít [...] voru sektaðir um kartöflu fyrir að hafa átt ágángspening í kirkjugarðinum“ segir í smásögu eftir Laxness. Ágangsfé, -fénaður eða -peningur er búfé sem sækir í landareign annarra. Orðin koma samtals 16 sinnum fyrir á timarit.is – en nú er hið fyrst talda gengið í endurnýjun lífdaga.