„Hörmung er að sjá þetta,“ sögðu skíðamenn í mars 1963, ekki nokkur skafl þar sem hægt var að renna sér við Skíðaskálann í Hveradölum.
„Hörmung er að sjá þetta,“ sögðu skíðamenn í mars 1963, ekki nokkur skafl þar sem hægt var að renna sér við Skíðaskálann í Hveradölum.
„Meðan öll Norður-Evrópa er á kafi í snjó og ísinn teppir siglingaleiðir er Ísland að heita má snjólaust og okkur finnst komið vorveður,“ sagði í frétt Morgunblaðsins 12. mars 1963. Fram kom að stillan, sem byrjaði um jólin, hefði verið óvanalega langvinn

„Meðan öll Norður-Evrópa er á kafi í snjó og ísinn teppir siglingaleiðir er Ísland að heita má snjólaust og okkur finnst komið vorveður,“ sagði í frétt Morgunblaðsins 12. mars 1963.

Fram kom að stillan, sem byrjaði um jólin, hefði verið óvanalega langvinn. „Að vísu var allt annað en hlýtt fyrst eftir áramótin, og kom þá hörkufrost engu síður en í nágrannalöndunum, varð allt að 29 stiga frost norður á Fjöllum. Síðan smáhlýnaði aftur eins og títt er þegar kuldar setjast að á meginlandi álfunnar.“

Jón Eyþórsson veðurfræðingur gaf blaðinu þá skýringu, að þannig yrði þetta gjarnan þegar kalt háþrýstisvæði settist að yfir meginlandinu, einkanlega Norðursjávárlöndunum, kalt loft streymdi þá norðaustan frá Rússlandi og Síberíu vestur um Evrópu og til Bretlandseyja og héldi síðan áfram sem suðaustanátt til landsins og hlýnaði svo mikið á leiðinni að orðið væri þægilega hlýtt eftir árstíma þegar hingað kæmi.

Eini vetrarmánuðurinn 1962-63 sem var undir hitameðallagi hér á landi var nóvember.