Gull 34 rúnir greindust á myntinni.
Gull 34 rúnir greindust á myntinni. — Ljósmynd/Arnold Mikkelsen fyrir Nationalmuseet
Fræðingar á danska þjóðminjasafninu hafa greint áletrun með nafni Óðins úr norrænni ásatrú á gullmynt sem fannst nærri Jelling í Danmörku fyrir tveimur árum. Á myntinni stendur: „Hann er maður Óðins“ auk þess sem þar sést mynd af óþekktum valdhafa

Fræðingar á danska þjóðminjasafninu hafa greint áletrun með nafni Óðins úr norrænni ásatrú á gullmynt sem fannst nærri Jelling í Danmörku fyrir tveimur árum. Á myntinni stendur: „Hann er maður Óðins“ auk þess sem þar sést mynd af óþekktum valdhafa. Samkvæmt frétt Politiken er myntin frá því um 400 og af því draga fræðingar þá ályktun að almenningur hafi þekkt til goða norrænnar goðafræði um 150 árum fyrr en áður var talið. Leturfræðingurinn Lisbeth Imer segir rúnirnar hafa verið þær erfiðustu sem hún hefur lesið úr á 20 ára ferli. „Þetta er mikilvæg uppgötvun. Á járnöld voru rúnir notaðar til að skrifa stuttar setningar, en á þessari mynt eru alls 34 rúmir eða átta orð,“ segir málvísindamaðurinn Krister Vasshus og tekur fram að það gefi innsýn í menningarsöguna að nafn Óðins sé í eignarfalli en ekki nefnifalli. „Það veitir upplýsingar um hvernig fólk hafi upplifað tengsl goða og manna, valdamanna og hugmyndafræðina í Skandinavíu á járnöld.“