Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Rafræn kosning meðal félagsmanna í VR til formanns og stjórnar í félaginu er í fullum gangi þessa dagana. Atkvæðagreiðslan hófst 8. mars og stendur yfir til klukkan tólf á hádegi á morgun 15. mars. Klukkan níu í gærmorgun höfðu 7.330 félagar greitt…

Rafræn kosning meðal félagsmanna í VR til formanns og stjórnar í félaginu er í fullum gangi þessa dagana. Atkvæðagreiðslan hófst 8. mars og stendur yfir til klukkan tólf á hádegi á morgun 15. mars. Klukkan níu í gærmorgun höfðu 7.330 félagar greitt atkvæði sem jafngildir 18,7% kosningaþátttöku, samkvæmt frétt á vefsíðu VR í gær. Á kjörskrá félagsins eru 39.163 félagsmenn. Þegar seinast var kosið um bæði formann og sjö fulltrúa í stjórn VR í mars á árinu 2021 greiddu rúmlega tíu þúsund félagsmenn atkvæði og var heildarkosningaþátttakan þá 28,8%.

Kosningarnar árið 2021 stóðu yfir í skemmri tíma eða fjóra daga og skv. upplýsingum sem fengust hjá VR bendir þátttakan í yfirstandandi atkvæðagreiðslu til þess að hún sé öllu meiri núna en fyrir tveimur árum. Tvö keppast um formannssætið; Elva Hrönn Hjartardóttir og Ragnar Þór Ingólfsson, og 16 sækjast eftir sæti í stjórn.