Vítaspyrna Agla María Albertsdóttir tvöfaldar forystu Breiðabliks gegn ÍBV með marki af vítapunktinum á Kópavogsvellinum í gær.
Vítaspyrna Agla María Albertsdóttir tvöfaldar forystu Breiðabliks gegn ÍBV með marki af vítapunktinum á Kópavogsvellinum í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Breiðablik tryggði sér sæti í undanúrslitum deildabikars kvenna í knattspyrnu, Lengjubikarsins, með þægilegum sigri gegn ÍBV á Kópavogsvelli í gær, 2:0. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom Breiðabliki yfir með marki strax á 13

Breiðablik tryggði sér sæti í undanúrslitum deildabikars kvenna í knattspyrnu, Lengjubikarsins, með þægilegum sigri gegn ÍBV á Kópavogsvelli í gær, 2:0. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom Breiðabliki yfir með marki strax á 13. mínútu áður en Agla María Albertsdóttir bætti svo við öðru marki Breiðabliks úr vítaspyrnu á 21. mínútu og þar við sat.

Breiðablik fer með sigrinum upp í efsta sæti 2. riðils og upp fyrir Stjörnuna en bæði lið eru með 10 stig eftir fjóra leiki. ÍBV er með 6 stig í þriðja sæti riðilsins.

Breiðablik og Stjarnan eru því komin áfram í undanúrslit ásamt Þrótti úr Reykjavík en Þór/KA og Valur berjast um síðasta sætið í undanúrslitum. Þór/KA er með 9 stig í 1. riðlinum en Valur er með 6 stig, bæði lið hafa leikið fjóra leiki. Þór/KA mætir Selfossi á heimavelli í lokaleik sínum á meðan Valur heimsækir KR og dugar Þór/KA jafntefli til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum.