— AFP/ Jim Watson
Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, Joe Biden Bandaríkjaforseti og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, tilkynntu í fyrrinótt um kaup Ástrala á allt að átta kjarnorkuknúnum kafbátum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, í tengslum við AUKUS-bandalag ríkjanna þriggja

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, Joe Biden Bandaríkjaforseti og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, tilkynntu í fyrrinótt um kaup Ástrala á allt að átta kjarnorkuknúnum kafbátum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, í tengslum við AUKUS-bandalag ríkjanna þriggja.

Ástralar ætla að taka fyrstu kafbátana í gagnið á næsta áratug, en fram að þeim tíma verða ástralskar áhafnir í þjálfun hjá breska og bandaríska flotanum.

Bandaríkin og Bretland hyggjast virkja undanþágu frá samningnum um að dreifa ekki kjarnorkuvopnum, en leiðtogarnir þrír lögðu áherslu á að Ástralía myndi ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum vegna samkomulagsins.