Meiddur Haukur sleit krossband í annað sinn á tveimur árum.
Meiddur Haukur sleit krossband í annað sinn á tveimur árum. — Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson er mættur aftur til Póllands eftir að hann sleit krossband í leik með félagsliði sínu Kielce í byrjun desember. Endurhæfingin hefur gengið vel og hann vonast til þess að snúa aftur á keppnisvöllinn snemma á næstu leiktíð

Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson er mættur aftur til Póllands eftir að hann sleit krossband í leik með félagsliði sínu Kielce í byrjun desember. Endurhæfingin hefur gengið vel og hann vonast til þess að snúa aftur á keppnisvöllinn snemma á næstu leiktíð. „Ég sný ekki aftur fyrr en á næsta tímabili en þetta er töluvert betra að þessu sinni samanborið við fyrri meiðslin,“ sagði Haukur meðal annars í viðtali á mbl.is í gær.