Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Formaður kærunefndar útlendingamála mætti á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær til að ræða viðbótarvernd fólks frá Venesúela sem hingað hefur leitað í stríðum straumum. Ísland er eitt Evrópuríkja um að hafa veitt slíka viðbótarvernd, en það var gert með úrskurði kærunefndarinnar og hefur reynst Íslandi óheyrilega kostnaðarsamt. Formaðurinn reyndi að verja afstöðu kærunefndarinnar og taldi að þegar ástandið í Venesúela væri skoðað heildstætt mætti réttlæta hana. Hann taldi ófært að taka út einstök atriði og ræða þau, líkt og Birgir Þórarinsson nefndarmaður gerði ágætlega.

Formaður kærunefndar útlendingamála mætti á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær til að ræða viðbótarvernd fólks frá Venesúela sem hingað hefur leitað í stríðum straumum. Ísland er eitt Evrópuríkja um að hafa veitt slíka viðbótarvernd, en það var gert með úrskurði kærunefndarinnar og hefur reynst Íslandi óheyrilega kostnaðarsamt. Formaðurinn reyndi að verja afstöðu kærunefndarinnar og taldi að þegar ástandið í Venesúela væri skoðað heildstætt mætti réttlæta hana. Hann taldi ófært að taka út einstök atriði og ræða þau, líkt og Birgir Þórarinsson nefndarmaður gerði ágætlega.

Nú er það vissulega svo að sósíalistar hafa farið illa með Venesúela, en fjöldi annarra ríkja er einnig afar illa staddur. Ætlum við líka að opna allt upp á gátt fyrir þá sem þaðan koma? Hefur kærunefndin heimild til þess, alveg óháð fjárhagslegum forsendum hér á landi?

Í gær greindi Morgunblaðið frá því að fjármálaráðuneytið hefði sent frá sér endurmat vegna fjárlaga sem sýndi meðal annars að útgjöld vegna útlendingamála gætu aukist um 2,6 milljarða í ár frá fjárlögum. Í fjárlögum voru þegar komnir 5,4 milljarðar til þeirra mála. Tölur Útlendingastofnunar frá upphafi ársins sýna að fjölgunin er stjórnlaus og þess vegna gætu nýjustu tölur fjármálaráðuneytisins hæglega verið vanmat. Hvað þarf til að stjórnvöld grípi inn í og taki upp sambærilegar reglur og annars staðar gilda?