Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson
Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson
Saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassagítarleikarinn Skúli Sverris­son koma fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum á 5. hæð Hörpu í kvöld kl. 20. „Einstakt samstarf Skúla og Óskars hefur gefið af sér tvær hljómplötur, Eftir þögn og …

Saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassagítarleikarinn Skúli Sverris­son koma fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum á 5. hæð Hörpu í kvöld kl. 20. „Einstakt samstarf Skúla og Óskars hefur gefið af sér tvær hljómplötur, Eftir þögn og The Box Tree. Sefandi tónmálið sem er í senn áhugavert og áhlýðilegt hefur tryggt báðum þessum plötum dyggan áheyrendahóp út um allan heim, ekki síst vegna framúrskarandi flutnings þeirra Skúla á bassagítar og Óskars á tenór saxófón. Eftir þögn og The Box Tree unnu báðar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki djasstónlistar,“ segir í tilkynningu. Miðar fást í miðasölu Hörpu og á vefjunum harpa.is og tix.is.