Barátta Blikinn Anton Logi Lúðvíksson í baráttunni við Eyjamennina Halldór Jón Sigurð Þórðarson og Alex Frey Hilmarsson í Kópavoginum.
Barátta Blikinn Anton Logi Lúðvíksson í baráttunni við Eyjamennina Halldór Jón Sigurð Þórðarson og Alex Frey Hilmarsson í Kópavoginum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÍBV varð í gær fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildabikars karla í fótbolta, Lengjubikarsins, með því að sigra Íslandsmeistara Breiðabliks, 3:2, á Kópavogsvellinum. Þetta var hreinn úrslitaleikur liðanna en Eyjamenn…

ÍBV varð í gær fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildabikars karla í fótbolta, Lengjubikarsins, með því að sigra Íslandsmeistara Breiðabliks, 3:2, á Kópavogsvellinum. Þetta var hreinn úrslitaleikur liðanna en Eyjamenn voru þremur stigum yfir og með mun betri markatölu þannig að Blikar urðu að vinna þriggja marka sigur til að ná efsta sætinu og komast áfram.

Patrik Johannesen skoraði tvívegis fyrir Blika í leiknum en þeir Alex Freyr Hilmarsson, Halldór Jóhann Sigurður Þórðarson og Bjarki Björn Gunnarsson skoruðu mörk Eyjamanna.

ÍBV vann 2. riðil keppninnar með 12 stig, Breiðablik fékk 6 stig, FH 6, Selfoss 3 og Leiknir R. 3 stig en Kórdrengir drógu sig úr keppni. Eyjamenn mæta því KA í undanúrslitum á laugardaginn og í hinum leiknum mætast Reykjavíkurliðin Víkingur og Valur en Víkingar unnu öruggan 3:0-sigur gegn Aftureldingu að Varmá í Mosfellsbæ í gær.