Fjarvera Birkir Bjarnason spilar ekki gegn Bosníu og Liechtenstein.
Fjarvera Birkir Bjarnason spilar ekki gegn Bosníu og Liechtenstein. — Morgunblaðið/Eggert
Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins í fótbolta, missir af sínum fyrstu EM-leikjum í tólf ár þegar Ísland mætir Bosníu og Liechtenstein 23. og 26. mars. Birkir hefur leikið alla EM-leiki Íslands, 28 talsins, í undankeppni og lokakeppni, frá 2

Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins í fótbolta, missir af sínum fyrstu EM-leikjum í tólf ár þegar Ísland mætir Bosníu og Liechtenstein 23. og 26. mars. Birkir hefur leikið alla EM-leiki Íslands, 28 talsins, í undankeppni og lokakeppni, frá 2. september 2011. Á sama tíma hefur hann leikið 47 af 49 öðrum mótsleikjum Íslands, í undankeppni og lokakeppni HM og í Þjóðadeild UEFA og misst af tveimur, árin 2017 og 2018, vegna meiðsla.