Norður ♠ G104 ♥ K42 ♦ D976 ♣ Á83 Vestur ♠ Á65 ♥ Á10875 ♦ Á ♣ G642 Austur ♠ 7 ♥ DG963 ♦ 1052 ♣ K1095 Suður ♠ KD9832 ♥ -- ♦ KG843 ♣ D7 Suður spilar 4♠ doblaða

Norður

♠ G104

♥ K42

♦ D976

♣ Á83

Vestur

♠ Á65

♥ Á10875

♦ Á

♣ G642

Austur

♠ 7

♥ DG963

♦ 1052

♣ K1095

Suður

♠ KD9832

♥ --

♦ KG843

♣ D7

Suður spilar 4♠ doblaða.

Frank Stewart veltir fyrir sér TNT-lögmálinu í nýlegum þætti: „Við vitum öll að lögmálið um heildarfjölda slaga (Total Number of Tricks) er frekar tölfræðilegt undur en óbrigðult lögmál.“

Vestur opnar á 1♥, austur stekkur í 4♥ og suður kemur inn á 4♠. Vestur doblar, leggur niður tígulás og skiptir yfir í lauf. Sagnhafi lætur lítið úr borði, austur tekur á kóng og gefur makker tígulstungu. Einn niður.

Samkvæmt „lögmálinu“ er heildarfjöldi slaga í lengsta lit beggja hliða jafn heildarfjölda trompa. Trompin eru 19 (10 spila hjartafitt og 9 spila spaðafitt) og slagirnir virðast líka vera 19 (10 í hjartasamningi og 9 í spaðasamningi). Svo að lögmálið er óbrigðult, þrátt fyrir allt! Nei, segir Stewart. Sagnhafi átti að stinga upp laufás, spila hjartakóng og henda laufdrottningu. Þá fær hann tíu slagi og gefur lögmálinu langt nef.